10. apríl 2002  #
Donald Graves

Guðmundur B. Kristmundsson var með fyrirlestur í Læsi og lestrarnám I kl. 8 í morgun og hann byrjaði tímann á að láta okkur fylgja í fótspor Donald Graves. Graves þessi iðkar þann skemmtilega sið að skrifa eitthvað á hverjum degi, sama hvar hann er staddur. Á ákveðnum tímapunkti setur hann penna á blað og skrifar í samfleytt í 10 mínútur án nokkurs hiks. Hann skrifar allt sem honum kemur í hug og ef honum dettur ekkert í hug, þá skrifar hann bara um að honum detti ekkert í hug. Guðmundur mælir með að við nýtum okkur þessa hugmynd í kennslu, þ.e. látum nemendur okkar skrifa svona í t.d. 5 mínútur á dag, eitthvað sem enginn þarf að fá að sjá nema þau. Mér finnst þetta sniðug aðferð til að þjálfa ritun og á örugglega eftir að nýta mér hana í framtíðinni. Sting hugmyndinni í gagnabankann :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum