11. desember 2002  #
Fyrsti í jólafríi

Eftir hádegið í fórum við Hilda, Steinunn og Erla að heimsækja krúttin okkar í 1. bekk Háteigsskóla. Börnin voru jafnglöð að sjá okkur og við að sjá þau og ætluðum við aldrei að komast inn úr dyrunum því fyrst þurfti að faðma og knúsa fjöldann allan af börnum sem flykktist að okkur í gættinni. Þau sýndu okkur allt sem þau eru búin að föndra síðan við vorum hjá þeim og get ég ekki sagt annað en að þau séu búin að vera mjög dugleg. Þegar skóladagurinn var búinn og börnin farin í skólaselið fórum við ásamt viðtökukennurunum okkar þeim Jóhönnu og Ragnheiði á Kaffi Nauthól þar sem við gæddum okkur á tröllauknum kökusneiðum og ljúffengum heitum drykkjum.

Í kvöld fór svo yngri barna sviðið á Pizza Hut til að fagna próflokum og komu Guðbjörg og Guðmundur með okkur. Við fengum góðan mat og ágætis þjónustu svo þetta var bara vel heppnað og skemmtilegt. Að matnum loknum fóru margar okkar í keilu þar sem við lékum á tveimur brautum við diskóljós og 80´s tónlist. Þetta byrjaði ágætlega hjá mér og var ég efst eftir fyrstu 2-3 umferðirnar en svo fór að halla undir fæti og endaði ég neðst með 71 stig. Helga Sigrún lagði okkur að velli á endasprettinum með 98 stig eftir að hafa tekið feykju í síðasta kastinu og unnið sér þar með inn aukakast sem hún notaði til að taka eina fellu. Glæsilegt hjá henni! :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum