11. maí 2002  #
Oddur Þorsteinsson kvaddur

 Í dag fylgdum við Oddi Þorsteinssyni, frænda mínum, til grafar en hann lést 1. maí eftir baráttu við krabbamein. Útförin fór fram frá Keldnakirkju og aðeins lítið brot viðstaddra komst inn í kirkjuna, meirihlutinn sat í bílum sínum og hlustaði á athöfnina í útvarpinu. Lögreglan var á svæðinu til að stýra umferð og beina fólki á stæði og þeim taldist að um 700 manns hefðu mætt. Greinilega margir sem vildu fylgja merkum manni til grafar. Að útför lokinni buðu aðstandendur upp á veitingar í íþróttahúsinu á Hellu og þær mættu milli 500 og 600 manns.
Sumarbústaðurinn okkar, Sælukot, er eiginlega í bakgarðinum á Heiði, bóndabænum þar sem Oddur var bóndi. Í gamla daga þegar við fórum í bústaðinn var alltaf farið beint upp á Heiði eftir að farangurinn hafði verið borinn inn í bústað. Þó ég sé óttalegt borgarbarn þá fannst mér samt alltaf yndislegt að koma í sveitina, fara með að sækja kýrnar, fara smávegis á hestbak og spranga í hlöðunni. Einu sinni fékk ég að taka þátt í heyskap með Oddi, dætrum hans o.fl. Oddur ók þá traktornum um túnið og við hlupum á eftir og hentum böggunum upp á pallinn. Mér var meira að segja boðið að prófa traktorinn og var mjög upp með mér, enda aðeins 11 ára gömul! Ég ók þó ekki langt því ég gleymdi að beygja eða bremsa fyrir hræðslu svo að ökuferðin endaði með því að Oddur stökk upp í til að stöðva farartækið.
Í dag kveð ég Odd frænda sem þurfti að fara alltof fljótt rétt eins og annar Oddur sem fór fyrir 7 árum.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum