12. desember 2002  #
Gefðu jólagjöf

   Fór í jólagjafaleiðangur inn í Kringlu í dag en fann reyndar ekkert. Mér fannst mjög ánægjulegt að sjá hvað það eru komnir margir pakkar undir jólatré mæðrastyrksnefndar í Kringlunni. M.a. rakst ég á tvær ca. 10 ára gamlar dömur sem höfðu farið með vasapeningana í Ótrúlegu búðina og keypt gjöf til að setja undir tréð. Hvet ég alla til að kaupa litla gjöf, pakka inn og stinga undir tréð - sjáum til þess að allir fái jólagjöf!
  Kvöldið fór svo í bakstur. Sönn húsmóðir verður að sjálfsögðu að baka fleiri en tvær sortir af smákökum og fann ég mér því uppskrift að súkkulaðibitakökum til að baka í kvöld. Uppskriftin virtist ekki stór en deigið ætlaði aldrei að verða búið! Útkoman var rétt tæplega 250 kökur. Ætli það taki ekki allt næsta ár að klára þær?
   Þegar deigið endalausa var allt saman bakað skreytti ég piparkökurnar og eru þær nú flestar orðnar ósköp litríkar og dúllulegar. Ég skildi nokkrar eftir óskreyttar þar sem mörgum fjölskyldumeðlimum finnst það mun betra.
   Síðustu orkudroparnir fóru loks í að staulast niður í kjallara til að hengja upp þvott úr þriðju þvottavél dagsins.
   Nú ætla ég svo að skríða upp í rúm, enda orðin örmagna eftir langan dag.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum