|
13. febrúar 2002 # Upp er runninn öskudagur... Upp er runninn öskudagur, afskaplega bjartur og fagur...nei bíddu nú við, ekki er það nú alveg rétt...og hverjum datt þetta bull eiginlega í hug ef ég má spyrja? Ég veit ekki betur en að það rigni heilu stöðuvötnunum á öskudeginum á ári hverju og rokið svo þvílíkt að landið er að fjúka burt. Og veðurguðirnir virðast ætla að halda í þessar gömlu hefðir nú í ár sem fyrr og veðurstofan hefur m.a.s. gefið út stormviðvörun. Hvers eiga vesalings krakkarnir að gjalda? Sem betur fer er rigningin lítið vandamál fyrir þessa nýjustu kynslóð barna, þau láta mömmu og pabba bara keyra sig milli sælgætisverksmiðjanna þar sem þau syngja sér inn ársbirgðir af sælgæti. En fyrir þau börn sem halda enn fast í þá gömlu hefð að fara niður í miðbæ og njóta brandara Ketils Larsens þá hef ég eitt gott ráð: Gleymið Harry Potter- og Britney Spears-búningunum og klæðið ykkur frekar upp sem svartir ruslapokar, það er ódýrt og búningurinn skemmist ekki í rigningunni. :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!