|
14. janúar 2002 # Ein eining í viðbót Kennó byrjaði aftur í dag eftir ansi langt jólafrí. Dagurinn byrjaði á íslenskufyrirlestri í Sjómannaskólanum frá 8 til 10 og svo var tími í Börn og trú frá 14 til 16. Ég komst reyndar að því strax eftir íslenskuna að þrátt fyrir að vera í fullu námi þá vantar mig eina einingu upp á að fá námslánin. Ég er að hugsa um að skrá mig í ljóðanámskeið sem er einmitt 1 eining.
Enn einn þátttakandi var sendur heim úr Survivor í gær svo að nú eru þau 5 eftir. Ég vara fólk sem fylgist með Survivor samt við því að fara inn á heimasíðu bandarískra fjölmiðla eða að nota ICQ því þá verður það ekki lengur neitt leyndarmál hver sigraði keppnina. Helst þyrfti ég að loka mig inni næstu vikurnar þangað til Skjár einn sýnir síðasta þáttinn svo keppnin verði ekki eyðilögð fyrir mér eins og í fyrra. Aumingja Jói lenti í að sjá hver vann þessa Survivorkeppni þannig að nú er eina spennan fyrir hann að sjá hverjir verða reknir út þangað til sigurvegarinn og einhver annar verða eftir. Hálffúlt!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!