14. desember 2002  #
Laufabrauð og humar

Ég gat hvílt mig svolítið í rútunni á leiðinni á Selfoss og safnað smá kröftum fyrir laufabrauðið. Þeir dugðu þó ekki nema rétt til að gera laufabrauðið og lagði ég mig að því loknu í u.þ.b. klukkutíma eða svo.
   Um kvöldið bauð mamma okkur Guðbjörgu út að borða á Fjöruborðið á Stokkseyri. Humarinn var alveg jafngóður og vanalega en við vorum sammála um að verðið væri að verða alltof hátt. Meðlætið er t.d. hætt að fylgja með og þarf að borga 550 kr. sérsaklega fyrir smáskammta af kartöflum og salati. Förum ekki fljótt þangað aftur...
   Eftir matinn rúntuðum við um Stokkseyri og Selfoss og skoðuðum jólaskreytingar á húsum. Íbúar Stokkseyri virðast taka þessi mál nokkuð alvarlega og vorum við næstum búnar að keyra á vegna ofbirtu í augum þar sem skreytingar voru hvað mestar. Eitt húsið fannst okkur heldur ósmekklegt en þar voru rauðir krossar í öllum gluggum og minntu helst á Klu Klux Klan. Selfyssingar eru einnig duglegir í skreytingum og það er ljóst að margir þurfa að greiða háa orkureikninga þessi jól!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Út í jólahjólabæ, slær klukka

Í gærkvöld fagnaði D-bekkur próflokum. Við vorum 11 sem borðuðum saman góðan mat á veitingastaðnum Madonnu og fórum svo heim til mín til að hafa það gott þangað til farið yrði á djammið og tókst það held ég með prýði.
   Tuttugu mínútur fyrir ellefu fundum við út með símtali á Gaukinn að það væri frítt þar inn til miðnættis en uppáhaldið okkar, Sálin hans Jóns míns var þar.. Korter fyrir tólf stukkum við því út og við Sigrún, Herborg og Svanhildur brunuðum niður í miðbæ og náðum markinu með nokkrar mínútur til stefnu. En það var ekki nóg. Fýldur dyravörður var ekki á því að hleypa okkur frítt inn, það hefði sko bara verið til kl. hálftólf. En Sigrún þessi elska gafst ekki upp fyrr en okkur hafði öllum fjórum verið hleypt ókeypis upp einhvern bakstiga. Frábært hjá henni!
   Það er skemmst frá því að segja að það var æðislegt á Gauknum. Ég hef ekki skemmt mér svona vel á djamminu í bænum síðan fyrsta skiptið sem ég fór á NASA! Sálin stóð að sjálfsögðu fyrir sínu, spiluðu jólahjólið og fullt fullt af öðrum frábærum lögum og það var aðeins fyrir skynsemis sakir að ég fór heim kl. hálffjögur enda langaði mig ekki að sofna ofan í laufabrauðið hjá mömmu í dag.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum