16. mars 2002  #
Þrítugsafmæli og innflutningspartý
Guðbjörg hélt upp á þrítugsafmælið sitt í dag milli ca. 5 og 7 hérna hjá okkur. Það er alltaf gaman að fá ættingja og vini í heimsókn, og suma ættingjana hafði ég ekki hitt almennilega í lengri lengri tíma eins og t.d. Vilborgu og Simma. Við Jói verðum að vera dugleg að bjóða fólki í heimsókn þegar við verðum flutt, matarboð og kaffisamsæti um hverja helgi...!
Við Guðbjörg skruppum síðan í innflutningspartý til Assa og Sigurjóns. Þar var fullt hús af fólki en hópurinn skiptist reyndar að mestu leyti í okkur saumaklúbbinn og svo vini Sigurjóns. Íbúðin er voða flott, stór og rúmgóð - þeir ættu ekki að lenda í vandræðum með að koma húsgögnum fyrir... En ég hló mikið að sturtunni...það er nefnilega glerveggur í henni þannig að ef maður stendur frammi á gangi fyrir framan baðherbergið þá sér maður þann sem er í sturtu skýrt og greinilega, eins og að horfa í gegnum glugga. Eins gott að það komi ekki gestir meðan annar hvor þeirra er í sturtu! 

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum