19. janúar 2002  #
Stjúpsystir Öskubusku fékk sér skó
Þvílíkt kraftaverk! Ég fann mér skó í dag...og það tvenna skó! Þið sem ekki þekkið mig vitið kannski ekki að mér finnst fátt leiðinlegra en að kaupa skó. Ég finn sjaldan skó sem mér finnast fallegir og þegar ég finn skó sem mér líst á, þá eru þeir sjaldnast til í mínu númeri eða þá að þeir eru alls ekki hannaðir fyrir mína skrýtnu fætur. Ég er nefnilega álíka heppin og stjúpsystur Öskubusku við að máta skó, ég hef oft velt því fyrir mér að grípa til sömu aðferða og þær og höggva af mér annað hvort hælinn eða tærnar!
En í dag fór ég sem sagt í Outlet-búð X-18 að Fiskislóð 73 og sá fullt af flottum skóm og fann sem sagt þessi tvö par sem smellpössuðu á mig. Ég er því í skýjunum og ætla helst að vera í skónum inni í allt kvöld - verst að ég skuli ekki geta verið í báðum pörum í einu...

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum