|
2. febrúar 2002 # Bond, James Bond Við vöknuðum upp við frekar ömurlegt veður í morgun, hávaðarok og skítakulda. Planið hafði verið að byrja daginn á smá skreppferð í líkamsræktina en ég efast um að við hefðum komist út í bíl án þess að fjúka eitthvert út í buskann. Svo að við skruppum bara í bað hérna heim og svo sýndi ég snilldartakta á hausnum á Jóa með hárklippunum og gerði hann obboslega sætan og fínan fyrir kvöldið. Við vorum nefnilega á árshátíð Hugvits í kvöld. Hún var haldin í mjög skemmtilega hönnuðu félagsheimili í Kópavogi en þar var víst bíósalur einhvern tímann í fyrndinni... Þema kvöldsins var Bond 002 (dagsetningin N.B. 02.02.2002...) og allir fengu Vodka Martini í fordrykk, ja, nema þeir sem fengu sér Sprite. Borðin voru síðan merkt með ákveðnum Bond-myndum og þurfti hver deild að leysa stafarugl til að finna hvar hún átti að sitja. Tvær limafagrar dömur sýndi dans bakvið upplýst tjald og að því loknu fengum við forréttinn, koníakslagaða humarsúpu með heitu brauði. Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson hjálpuðu til við að melta humarinn með því að syngja nokkur vel valin lög. Kannski það hafi verið þeir sem gerðu það að verkum að Jói greyið varð eiginlega lasinn og fékk illt í magann. Aðalrétturinn var steikarhlaðborð með nautalundum, kalkúnabringum og lambalærisvöðvum og með því voru gljáðar kartöflur, heitt svepparisotto, villisveppasósa og margt fleira. Eftir matinn fengum við að hlýða á Sigurjón Kjartansson segja nokkra brandara og gerði hann m.a. góðlátlegt grín að Stubbunum. Ég held ég verði að vera sammála honum með að þeir láta allir eins og þeir séu high eftir að innbyrt eitthvað miðurlöglegt. Sem óforbetranlegur sælkeri var ég ekki sátt við magn eftirréttsins. Súkkulaðitertusneiðin var eins og handa Barbie og ég hefði alveg verið til í að narta í aðeins meiri jarðarber og kiwi. En það þýðir víst ekki að hugsa um það. Bjarni Ara, Páll Óskar og Milljónamæringarnir stigu loks á svið í kringum miðnætti og spiluðu slatta af lögum af nýju plötunni sem kom út í sumar. Alltaf eru þeir nú jafnfrábærir. Ég var nokkuð sátt að fá bæði Stefán Hilmarsson og Milljónamæringana á sviðið svo að ég gef þessari árshátíð ágætis einkunn.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!