24. desember 2002  #
Aðfangadagur

Dagurinn var ósköp rólegur. Mamma hefur greinilega skilið allt stress eftir í Reykjavík þegar hún flutti og átti ekkert eftir að gera á aðfangadag. Fyrir vikið vissum við mamma varla hvað við áttum af okkur að gera, það var ekkert sem þurfti að redda fyrir kvöldið.

Jólamaturinn um kvöldið var jafnvel enn betri en ég hafði búist við og fæ ég enn vatn í munninn af tilhugsuninni einni saman :) Þegar við náðum mömmu loksins úr eldhúsinu (hún vill alltaf ganga frá öllu áður en tekið er til við jólagjafirnir) var loks hægt að hleypa áköfum börnunum í að opna pakka. Oddur virtist hafa verið trekktur upp og þaut hann eins og sprellikarl í kringum tréð. Karlotta var heldur rólegri. Pakkaferlið tók ekki langan tíma, allir fengu góðar gjafir og voru sáttir við sitt.

Jólakortin mín ferðuðust óopnuð með mér á Selfoss og tók ég til við þau seinna um kvöldið. Sum kort voru með ljósmyndum af jólabörnum héðan og þaðan, það er alltaf svo gaman. Fyndnast fannst mér þó að fá jólakort frá rannsóknarstöð þar sem ég er að taka þátt sem tilraunadýr í 4 ára rannsókn. Ætli ég fái þá ekki kort á næstu 3 jólum líka...?

Gleðileg jól, öllsömul! :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum