26. janúar 2002  #
Baðhúsið - Frystihúsið?
Byrjaði aftur í Baðhúsinu í dag og tók því frekar rólega þar sem ég hef ekki farið þangað síðan í nóvember. Fór bara á hlaupabrettið og þrekhjól. Það er samt gott að vera byrjuð í líkamsrækt aftur, vonandi verð ég nú dugleg að fara þangað reglulega. Verst hvað það er alltaf mikill skítakuldi í Baðhúsinu, það er varla að maður nái að þurrka sér eftir sturturnar áður en vatnið frýs utan á manni. Svo stendur maður skjálfandi á beinunum í búningsklefunum að tína á sig spjarirnar áður en öll líkamsstarfsemi stöðvast af kulda.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Svallkvöldið mikla!
Eftir Baðhúsferðina fórum við Jói svo í Nóatún til að undirbúa svallkvöldið mikla. Gömlu hjúin voru ekki heima og því tilvalið að hafa það kósí bara tvö saman. Ætlunin var að stunda smá óhóf í mataráti, sælgætisáti, snakkáti, víndrykkju og... ja...hmmm...já, bara alls konar svona "syndsamlegt" óhóf :) Það tókst með miklum prýðum. Nautasteikin úr Nóatúni var svo ljúffeng að hún bráðnaði í munninum á okkur og bökuðu kartöflurnar voru einnig mjög bragðgóðar. Vonandi er ekki langt þangað til við getum haft svona aftur. Að máltíðinni lokinni (auk smá hlés) horfðum við á Austin Powers II - The Spy Who Shagged Me. Ég gef henni :) :) : til :) :) :), þ.e. 2 1/2 til 3 broskalla. Alveg ágætis skemmtun og við hlógum mikið milli þess sem við stungum sælgæti og snakki upp í okkur. Við fórum svo loks ákaflega södd og sæl í rúmið einhvern tímann eftir miðnætti.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum