|
28. febrúar 2002 # Smitandi faraldur Það er ekki hægt að segja annað en að námið í Kennaraháskóla Íslands sé ákaflega fjölbreytt. Auk þess að læra um Piaget og Dewey,fylgjast með árstíðabreytingum trjáa og semja ljóð hef ég öðlast ómældan fróðleik um mænudeyfingar, brjóstagjafir og meðgöngueitranir. Það er nefnilega gríðarlega stór hluti nemenda með barn undir belti eða á maka sem þannig er ástatt fyrir. Í matsalnum eru snúast umræðuefnin helst um fæðingar eða barnauppeldi og samnemendur mínir kjaga um með stórar barnabumbur. Mig hefur reyndar lengi grunað að þessi ólétta sem tröllríður skólanum sé smitandi og líklegast væri nú best að koma bara með sitt eigin drykkjarvatn í flösku því ég er ekki svo viss um að það sé óhætt að drekka af sama vatni og þessar frjóu konur.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!