3. febrúar 2002  #
Margt býr á háaloftinu
Við mamma tókum í dag fyrsta skrefið í átt að væntanlegum flutningum...við fórum upp á háaloft til að taka til. Það er naumast hvað það er mikið af drasli þarna uppi, ég held við megum bara teljast góðar ef okkur tekst að rýma þetta háaloft fyrir vorið. Ég er reyndar mest hissa á að þetta skuli ekki vera löngu hrunið niður í gegnum loftið. Kannski ég ætti að fara að ganga um með hjálm svona meðan við erum að róta öllu til þarna uppi...
En þetta er vissulega gaman. Ég er búin að rekast á gamlar bekkjarmyndir, lukkutröll, risastóra leirskartgripi o.fl. Svo var þarna í kassa playmoið sem við Ásta lékum okkur með hérna í den og í öðru boxi voru allir gömlu strumparnir sem skemmtu okkur Hildigunni. Já, háaloftið er fullt af alls konar minningum, það verður gaman að fara í gegnum restina af þessi dótaríi.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum