4. janúar 2002  #
Amélie :) :) :) :)
Fór með Jóa á í Háskólabíó áðan að sjá Amélie. Myndin er sannkallaður gullmoli og komst rakleitt inn á Topp10 ef ekki bara Topp5 bíómyndalistann minn! Myndin er mjög vel gerð, myndataka, birtan og litirnir til fyrirmyndar, Audrey Tautou  sem leikur Amélie er vægast sagt gullfalleg, sagan er yndisleg...ja, hvað get ég sagt meira? Eins og Jói sagði á leiðinni heim þá er myndin fullkomin að öllu leyti. Þessa mynd á ég pottþétt eftir að kaupa á DVD, engin spurning.
Ef þig langar að líða virkilega vel í bíó (og áfram eftir að myndinni lýkur) farðu þá á Amélie.
Amélie fær hjá mér :) :) :) :) af fjórum mögulegum.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Ingunnarskóli
Litli blái Pólóinn hennar mömmu barðist fyrir lífi sínu í tryllingsvindi og ofsarigningu á Grafarholtinu í dag. Sem betur fer vann hann og ég komst í Ingunnarskóla og m.a.s. aftur tilbaka heim. Ég fór sem sagt í dag að skoða Ingunnarskóla, þar sem ég verð í vettvangsnámi í KHÍ í vetur, og til að hitta viðtökukennarann okkar. Mér líst mjög vel á þetta allt saman og finnst rosalega spennandi að fá tækifæri til að kynna mér þennan nýjan skóla.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum