4. desember 2002  #
Klukknahljómur og bænakall

Jói kom heim úr skólanum mínútu eftir að vekjaraklukkan mín hringdi í morgun. Úff...ekki vildi ég vera í svona stífu námi, þurfa að vera heilu næturnar í verkefnavinnu! Og ennþá u.þ.b. tvær vikur eftir þangað til verkefnið klárast :(

Á forsíðu Fréttablaðsins las ég grein um það aðkast sem Listasafn Reykjavíkur hefur orðið fyrir vegna bænakalls múslíma sem tengist sýningu safnsins á arabískri nútímalist. Bænakallið er sent út kl. 12, 14 og 16 og virðist fara óstjórnlega í taugarnar á nágrönnum safnsins. Ég skal viðurkenna að ég yrði kannski ekki ýkja hrifin ef ég byggi eða ynni þarna nálægt enda hefur þetta ef til vill truflandi áhrif á líf og störf þessa fólks. Aftur á móti hef ég ekki vitað til þess að Íslendingar séu vanir að stökkva upp til handa og fóta og hella sér með skömmum yfir starfsfólk þjóðkirkjunnar á sunnudagsmorgnum þegar kirkjuklukkur hljóma í hverju horni. Múslímska bænakallið er þó leikið um eftirmiðdaginn auk þess að vera aðeins tímabundin truflun...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum