|
6. janúar 2002 # Þrettándagleði Mín þrettándagleði þetta árið fólst aðallega í því að liggja í leti í allan dag og lesa uppáhalds Fabio-bókina mína frá upphafi til enda. Nú spyr kannski einhver hvað Fabio-bók sé og ég skal með ánægju svara því. Fabio-bækur eru ástarsögur um óvenju fagurt og fullkomið fólk sem verður yfir sig ástfangið og lifir happily ever after. Bækurnar gerast oftast í Englandi í kringum 1850 eða svo. Ég kalla þessar bækur Fabio-bækur því yfirleitt er mynd af hinu lukkulega pari framan á bókinni og er það yfirleitt Fabio sem situr fyrir á þessum myndum. Um kvöldið tók ég mér samt hlé frá lestri sorpbókmennta og fór ásamt Jóa mínum, mömmu og Hauki í Hófgerðið þar sem ættingjar mínir komu saman til að halda upp á þrettándann og til að kveðja Ingunni frænku sem fer svo heim til Bandaríkjanna á morgun. Eins og alltaf var líf og fjör því það er sjaldnast nein lognmolla í kringum ættingja mína. Ég held ég geti því með sanni sagt að dagurinn hafi heppnast allvel og verið ánægjulegur í alla staði.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!