6. febrúar 2002  #
Jólasnjórinn loksins kominn
Fyrir jól bað ég reglulega bænirnar mínar og bað æðri máttarvöld auðmjúklega um snjó yfir jólin, a.m.k. að aðfangadagskvöld yrði hvítt. Eitthvað hafa bænirnar mínar borist seint - ætli það sé Íslandspóstur sem sér um bænaflutning milli almættisins og jarðarbúa...? Því það er ekki fyrr en nú í dag, 6. febrúar, sem þessi alvöru jólasnjór, skjannahvítur og mikill, lætur sjá sig. Trén eru þakin myndarlegum snjódyngjum og sólin skín milli greinanna svo að mér hefur liðið allan í dag eins og ég sé hluti af sænsku jólakorti. Skyldu það vera helgispjöll ef ég næ í jóladótið upp á loft og held viðaukajól nú þegar jólasnjórinn er loksins kominn?
Snjórinn setti einnig svip sinn á vettvangsferðina á Ásmundarsafn í morgun. Bekkurinn okkar í Ingunnarskóla fór þangað í tengslum við Reykjavíkurþema sem þau eru að vinna og við Birna vorum svo heppnar að fá að fljóta með. Krakkarnir sýndu safninu og verkum Ásmundar ósvikinn áhuga og ekki dró það úr gleði þeirra að fá að príla í styttunum í garðinum eftir að safnskoðuninni var lokið. Myndavélin mín var með í för og gleymdi ég alveg að halda aftur af mér. Þetta þýðir líklega aðra ferð í Hans Petersen innan skamms og meiri fjárútlát...

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum