|
6. maí 2002 # Og þá var kátt í höllinni! :) Reyndi í dag að hringja í fólkið á Flókagötunni til að fá málin á ísskápshólfinu en númerið var ótengt. Mér datt í hug að hringja í fasteignasalann og gá hvort menn þar á bæ vissu eitthvað um staðsetningu Flókagötufjölskyldunnar. Þá fékk ég þær gleðilegu fréttir að þau væru búin að tæma íbúðina og að lyklarnir biðu okkar hjá fasteignasalanum. Ef það væri eðlisfræðilega hægt hefði ég faðmað fasteignasalann í gegnum símann en í staðinn dansaði ég bara stríðsdans í eldhúsinu eftir að ég lagði á. Samt las ég nú greinarnar tvær í "Raddir barnabókanna" áður en ég fór og náði í lyklana (svo góð stelpa, svíkst sko ekkert undan því að læra...ehemm...). Við Jói kíktum svo á tóma heimilið okkar í smástund. Annars sé ég Jóa nú mest lítið þessa dagana, hann er að vinna að lokaverkefni í HR og býr eiginlega í skólanum, kemur vanalega heim um 4 á nóttunni. En um helgina verður hann búinn að skila og ég fæ smá öndunarpásu frá próflestri þannig að þá getum við kannski fagnað þessu almennilega með því að ráðast til framkvæmda í höllinni.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!