|
1. desember 2003 # Desember mættur Þá er kominn desember og jólin því formlega á leiðinni. Skóladagurinn í dag fór svo til allur í að föndra jólatré í gluggana á stofunni. Jólatrén sem krakkarnir gerðu eru ekki nógu mörg til að það náist ein rönd af jólatrjám í alla glugga svo ég gerði tvö til viðbótar fyrir framan sjónvarpið í kvöld. Og á eftir að gera nokkur enn. Hmmmm.... eins gott að mér finnst gaman að klippa annars væri ég í vondum málum. En ég gerði fleira fyrir framan sjónvarpið. Ég skreytti slatta af piparkökum og er nú rétt rúmlega hálfnuð við skreytingarnar. Vona að ég nái einhvern tímann að klára að skreyta þær allar.... Já, svo má ég nú ekki gleyma að taka það fram að ég hengdi upp fyrstu jólaljósaseríuna af þremur. 100-ljósaserían er sem sagt komin í svalagluggann. Nú býst ég við að alvöru jólastemningin fari smám saman að síast inn fyrst að jólaljósin mín eru að koma upp. Jólaskapið er óvenju seint á ferð í ár. Kannski ég sé búin að skilyrðast af jólaprófatörnum síðustu átta ára (mínus 1), þ.e.a.s. að ég komist ekki í jólaskapið fyrr en ég þarf að binda sjálfa mig niður fyrir framan skrifborð með tormeltar, langar fræðiskruddur. Vona ekki, vil síður þurfa að banka upp á í Kennó og fá leyfi til að taka þátt í svo sem einu eða tveimur prófum......... Kannski ég sé loksins búin að finna leið til að kaupa föt á Jóa sem í alvörunni passa... :D
Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!