|
1. mars 2003 # Ekki sama Jón og Jón rútubílstjóri Ekki gerði ég mér grein fyrir því að bílstjórar sem aka með farþega, svo við tökum sem dæmi rútubílstjóra, væru undanþegnir því að þurfa að nota handfrjálan búnað á GSM-símann sinn við akstur. Hefði ég haldið að reglan væri jafnvel enn mikilvægari fyrir þessa bílstjóra því þeir eru yfirleitt með mun fleiri mannslíf í bifreið sinni en aðrir. En sem sagt, eftir að hafa horft á bílstjórann í rútunni til Selfoss í dag spjalla í gemsann sinn með aðra hönd á stýri ákvað ég bara að kíkja í draumalandið meðan á ferðinni stæði og svaf mestalla leiðina austur. Gleymdi síðan að punkta niður bílnúmerið þegar ég fór úr rútunni. Alltaf gaman að koma á Selfoss til mömmu. :) Morgunstund gefur ekki alltaf gull í mund... Ákvað seint í gærkvöldi að það væri upplagt að skella sér á Selfoss um helgina, slappa svolítið af og fá bollukaffi hjá mömmu. Kíkti í snatri á heimasíðu BSÍ og sá að fyrsta rúta var áætluð kl. 8:30 og sú næsta 12:30. Til að nýta daginn sem best ákvað ég auðvitað að taka 8:30 rútuna þó ég þyrfti að rífa mig fram úr fyrir allar aldir og það um helgi. Uppgötvaði ekki fyrr en ég stóð fyrir framan lokaða og myrkvaða miðasöluna á BSÍ að 8:30 rútan er bara á virkum dögum. Gaman gaman. Ég sit því hér og læt mér leiðast við að spila tölvuleiki á netinu meðan ég bíð eftir að klukkan verði 12:30... Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!