|
10. ágúst 2003 # Allt eins og það á að vera Þó rigni í nótt Í ökkla ég veð Þessi orð úr texta Sálarinnar lýstu vel för minni í gær þar sem ég ók í gegnum grenjandi hellidembu á Hellisheiðinni til að komast á ball með Sálinni hans Jóns míns um kvöldið. Það var svo mikil rigning að hæsta stillingin á rúðuþurrkunum dugði ekki til að veita sómasamlegt útsýni...enda ók ég á tímabili á 60 km hraða í langri bílalest varkárra bílstjóra. En rigningunni slotaði nú eitthvað þegar leið á kvöldið. Við Guðbjörg fórum í partý til Dóru Hönnu fyrir ballið og þar sátum við í góðum félagsskap fram til hálfeitt þegar við fengum tvo leigubíla til að skutla okkur á ballið. Hvíta húsið sem ballið var haldið í er fínn skemmtistaður, rúmgóður og þægilegur. Mikill fjöldi fólks var samankominn á ballinu en samt var ágætis pláss til að dansa. Reyndar tók einhver tilþrifamikil dansstúlka upp á því að berja systur mína í munninn með fljúgandi örmunum næstum um leið og við byrjuðum að dansa og það löngu áður en dansgólfið var stappað. Svo stærð dansgólfsins hefur víst ekki alltaf áhrif þegar sumir halda að þeir séu einir á gólfinu og geti lagt það gjörsamlega undir sig... En þetta var sem betur fer ekki nógu kraftmikið högg og meiðslin takmörkuðust við eilítið bólgna vör með sári innan á. Við dönsuðum allan tímann meðan Sálin spilaði, bæði við gömul lög og ný. Ég þarf endilega að fara að redda mér nýjustu lögunum þeirra, ég á bara Gullna Hliðið, Annan Mána og Logandi Ljós. Þegar ballinu lauk í kringum hálffjögur náðum við Guðbjörg leigubíl heim með smá klókindum og ég fékk að sofa í rúminu hennar Karlottu (en þurfti reyndar fyrst að fjarlægja þaðan a.m.k. 10 íbúa; bangsa og dúkkur af öllum stærðum og gerðum). Þetta er hið allra besta rúm - alla vega náði ég að sofa út til hádegis :) Í dag fórum við mæðgurnar svo í bíltúr. Tókum fyrst rúntinn um Selfoss og skelltum okkur svo til Hveragerðis þar sem við kíktum í hina sívinsælu Álnavörubúð og fengum okkur síðan ís í Eden. Ágætis afslappelsisdagur eftir djamm gærdagsins.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!