10. september 2003  #
Síðdegisleikfimin

Jæja, þá er betra.is og tilheyrandi komið í sæmilegt lag aftur. Líklega meira um það á blogginu hjá Jóa tæknimanni :)

Það var kominn gestur inn í svefnherbergi til okkar Jóa þegar við vöknuðum í morgunn. Hann hélt sig í glugganum fyrst um sinn þannig að ég uppgötvaði sem betur fer ekki strax að hann var ekki bara fiskifluga. Þetta er samt fyrsti geitungurinn sem kemur inn í íbúð til okkar svo ég get svo sem ekki kvartað mikið...

Kennó-leikfimin byrjaði aftur í dag eftir langt sumarfrí og alveg kominn tími til! Ég ætla sko ekki að hætta í þessari leikfimi þó ég sé útskrifuð úr Kennó enda eru allir velkomnir þarna. Þetta er fín leikfimi og ódýr, aðeins 3500 - 8000 kr. önnin (1-3 skipti í viku). Ég er auðvitað í engu formi um þessar mundir, var ekki dugleg að hreyfa mig í sumar en nú verður sko breyting á ;)

Leikfimin var reyndar ekkert að hressa mig við í kvöld. Ég ætlaði svo innilega að skreppa á Póstbarinn og eiga Stund með Stellu Miller ásamt samkennurum mínum. En það var bara ekki séns, ég var að leka út af sökum syfju og þreytu strax kl. átta og gat ómögulega komið mér út úr húsi. Það er eiginlega kraftaverk að ég skuli enn vera vakandi núna. Enda ætla ég að fara í rúmið núna  mmmmm :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum