|
11. febrúar 2003 # Takk fyrir ekkert, minn kæri banki! Fengum enn einn vinnutímann í stærðfræði í morgun. Ekki ætla ég að kvarta, það er frábært að fá tækifæri til að vinna að stærðfræðiverkefnunum okkar fjórum í staðinn fyrir að sitja í sífellu og hlusta á fræðslu um eitthvað sem manni finnst maður vita allt um. Komst að því í dag að Landsbankinn ætlar að greiða niður rúmlega helming af hverjum aðgöngumiða fyrir árshátíðina í Kennó ef viðkomandi miðakaupandi stofnar tékkareikning hjá bankanum. Miðinn mun sem sagt kosta 1.900 kr. í stað 3.700 kr. En þetta er aðeins fyrir þá sem hingað til hafa hunsað Landsbankann og eru ekki með nein viðskipti við þá. Við, sem aftur á móti höfum skipt við bankann frá því við gerðum okkur grein fyrir tilgangi gjaldmiðils og eignuðumst okkar fyrsta söfnunarbauk og bankabók, megum éta það sem úti frýs. Þannig er okkur launað fyrir dygg viðskipti. Kannski ég hefni mín bara og færi öll viðskipti mín til 23 ára yfir í Búnaðarbankann eða Sparisjóðinn...
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!