13. mars 2003  #
Skólavörubúðin og skemmtikvöld

Mamma var í bænum í dag og ég dró hana því með mér í Skólavörubúðina sem ég var að heimsækja í fyrsta skipti í dag. Sem kennaranemi og tilvonandi kennari ætti maður kannski að skammast sín fyrir að hafa ekki þegar heimsótt þessa merkilegu kennslugagnauppsprettu en málið er bara að það er svo mikið af frábærum vörum þarna (eins og ég hef svo sem alltaf vitað af afspurn) að það er hættulegt fyrir fátækan námsmann að villast þarna inn. Þegar ég verð orðinn hálaunuð kennslukona ætla ég aftur á móti að gera mér ferð þangað eins oft og ég get (og hef efni á...). Mæli með Skólavörubúðinni!
     Ástæðan fyrir skyndilegum áhuga mínum í dag á að þjóta upp í Kópavog og setja peningabudduna mína í stórhættu var sú að Gunnhildur benti mér á að það væri lífsleiknidagur hjá þeim í dag. Þar sem lífsleikni er aðaláhugamálið mitt þessa dagana sökum lokaritgerðar minnar um þessa merku námsgrein þá stökk ég auðvitað á tækifærið. Þarna var samt aðallega bara verið að sýna bækur sem ég er þegar búin að kíkja á og kynna mér svo það var ekki margt nýtt á ferðinni, en samt eitthvað og það var gaman að koma og kíkja.

Núna var ég hins vegar að koma heim af skemmtikvöldi í Kennó þar sem við (nokkrar af yngri barna sviðinu ásamt einum liðsauka af myndmenntavali) tókum yngri barna rapp fyrir mannskapinn. Auðvitað finnst mér að við hefðum átt að vinna titilinn fyrir besta skemmtiatriðið en stærðfræðivalið var víst í flottari búningum en við... :( segi nú bara svona... þau voru alveg frábær! :)
     Þetta var mjög skemmtilegt kvöld (þó ég hafi ekki unnið samheitaorðabókina í happdrættinu buhuhu) og ég vorkenni bara þeim sem misstu af því. Endilega mætið þið næst! Nú þarf maður að fara að hlakka til 11. apríl en þá á Bóksalan okkar afmæli og bóksölustrákarnir okkar indælu bjóða í svaka gleðskap og fögnuð! Jibbí! Allir að mæta 11. apríl :) :) :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum