|
14. maí 2003 # It´s a miracle :) Yours truly er komin heim frá London ;) svo nú getið þið farið að fylgjast með mér á ný. Ég held ég fari nú ekkert að pota allri ferðasögunni hérna á bloggið. Þegar ég verð komin með ferðamyndirnar úr framköllun og finn tíma til að skanna þær inn, þá set ég þær að sjálfsögðu á heimasíðuna og skrifa ferðasöguna við. Þó verð ég að segja ykkur strax frá hápunkti ferðarinnar síðastliðið þriðjudagskvöld þegar ég hitti Brian May, gítarleikarann í Queen, á hótelbarnum. Fyrir þá sem ekki vita þá hef ég verið forfallaður Queen-aðdáandi í meira en 10 ár og deili afmælisdegi með Brian May. Ég myndi gjarnan vilja segja að ég hafi haldið ró minni og spjallað við Brian á rólegan og yfirvegaðan hátt en ég hef frekar grun um að ég hafi jaðrað við að haga mér eins og ástsjúk grúppía. Guði sé lof að mér datt þó ekki í hug að segja honum frá kökunni á 14. afmælisdeginum mínum...hmmm ;) Um leið og ég fæ myndina af okkur Brian úr framköllun (vonandi heppnast hún vel og vonandi er ég ekki eins og fáviti á henni!!!) þá skelli ég henni á netið...og stækka eitt eintak upp til að hafa í gullramma í stofunni! ;) hehe
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!