|
15. mars 2003 # Manhattan í gær, Breiðholtið í dag Fórum nokkrar D-bekkjargellur úr Kennó í gærkvöld út að borða á Pizza Hut og síðan í bíó á Maid in Manhattan. Maturinn var frábær og bíómyndin enn betri. Mæli sko eindregið með henni, alla vega fyrir svona rómantískar stúlkur eins og okkur sem sáum hana í gær. Held að það sé rétt hjá mér að þetta er í fyrsta skipti síðan 5. janúar sem ég fer í bíó. Öðruvísi mér áður brá, hér áður fyrr liðu sjaldan níu vikur milli bíóferða - ætli maður sé ekki bara að verða pínulítið gamall... ;) Í dag héldum við Steinunn síðan í menningarreisu yfir í Breiðholtið og sátum barnabókaráðstefnu í Gerðubergi um ljóð og vísur. Við skemmtum okkur konunglega við að hlusta á ýmis ljóðskáld og aðra ljóðunnendur ræða um og flytja fyrir okkur ljóð og kvæði. Þórarinn Eldjárn fór þarna á kostum og þurfti einstaka sinnum að gera örstutt hlé á máli sínu þar sem áheyrendur hlógu það mikið að þeir yfirgnæfðu skáldið. Dagskráin fór einn og hálfan klukkutíma fram yfir áætlun en það gerði ekkert til, ég held að flestir hefðu verið alveg til í að sitja enn lengur og virtust hugsa: "Mætti ég fá meira að heyra?"
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!