15. júní 2003  #
Útskriftarkaffið

Þar sem ég vissi ekki hversu löng athöfnin í Háskólabíó yrði, þá ákvað ég að halda útskriftarkaffið mitt núna á sunnudeginum í staðinn. (Reyndar hefði ég vel getað haft veisluna í gær þar sem athöfnin var óvenjulega stutt, en þetta er samt miklu sniðugra svona finnst mér :) )
   Klukkan þrjú í dag komu mamma og Haukur, Guðbjörg, Amma Bagga og Ingi, mamma og pabbi Jóa, amma hans og bræður. Karlotta og Oddur birtust síðar að lokinni pabbahelgi. Veislan tókst með mikilli prýði, veitingarnar runnu ljúflega niður og allir skemmtu sér vel, held ég :) Ég fékk margt fallegra gjafa og þakka öllum kærlega fyrir.

Í kvöld ætlum við Jói svo að slappa pínu af :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Vel heppnaður útskriftardagur

Útskriftarathöfnin í Háskólabíó í gær var Kennaraháskólanum til sóma. Hún gekk vel fyrir sig, sneitt var framhjá langdregnum hátíðaræðum en aðeins rektor og fráfarandi formaður stúdentaráðs héldu ræðu...mislangar þó ;) Gestirnir mínir tveir, Jói og mamma, voru heppnir og fengu sæti. Þar sem einhverjir voru með langtum fleiri en hina leyfilegu tvo gesti þá veit ég ekki hvort allir voru svo heppnir.
    Vinkonur mínar Eyrún og Ragnheiður Sara fengu ásamt þriðja útskriftarnema blómvönd og sérstakt lófatak þar sem þær eru fyrstu heyrnarlausu nemendurnir til að ljúka háskólanámi á Íslandi. Nánar um það í Mogganum í gær. Til hamingju stelpur, þið eruð sko algjörar hetjur! :)

Eftir athöfnina bauð mamma upp á kaffi og með því í Ráðhúsinu enda vorum við orðin frekar svöng þrátt fyrir að athöfnin hafi verið í styttra lagi.

Því næst kíktum við í útskriftarveislu Steinunnar sem var haldin heima hjá vinkonu hennar í glæsilegu raðhúsi með enn glæsilegri palli. Kannski þegar við Jói verðum orðin rík að þá gætum við keypt svona hús... :) Það var grátlegt að þurfa að yfirgefa veitingar veislunnar án þess að snerta á þeim þar sem þær voru jafnvel glæsilegri en húsakynnin, en við vorum að fara út að borða svo við máttum ekki verða södd strax.

Mamma bauð okkur Jóa og Hauki í Perluna þar sem allt var með glæsilegasta móti. M.a.s. skein sólin eins og pöntuð svo við sáum yfir allt höfuðborgarsvæðið og fjallahringinn í kring. Við Jói pöntuðum okkur andabringur, Haukur fékk sér lambakjöt og mamma stórlúðu. Allir voru hæstánægðir með sinn mat og hefðu ekki fyrir nokkurn mun skipta við næsta mann. Áður en maturinn kom birtist þjónninn með ljúffengan laxaforrétt og brauð í boði hússins. Allt mjög fagmannlegt og fínt :)

Að matnum loknum fórum við Jói í D-bekkjarpartý til Sigrúnar. Þar var frekar fámennt en afskaplega góðmennt að sjálfsögðu ;) Helga Sigrún var svo óheppin að vera komin með mígreniskast þegar líða fór á kvöldið svo hún missti af langþráðu djammi :( Ekki sú allra heppnasta... Jói spjallaði heilmikið við Helga kærasta Guðrúnar Brynju. Ágætt að láta karlmennina tala saman, þá getum við stelpurnar slúðrað og rætt það sem við viljum á meðan ;) hehe Mamma hennar Sigrúnar var síðan svo elskuleg að skutla okkur Jóa heim þegar hinir fóru í bæinn.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum