|
15. júlí 2003 # Óhamingjusamt starfsfólk og flottir englar Við Steinunn drifum í því eftir vinnu í dag að fara í Rúmfatalagerinn og kaupa Lama Lux sængur. Við fundum innilega til með starfsfólkinu í Rúmfatalagernum, það virðist allt vera svo óhamingjusamt :( Það brosir aldrei :( Ekki einu sinni stelpan á kassanum sem bauð fólki poka, "litlan eða stóran"? Síðan fórum við og keyptum okkur ís í Skipholtinu og borðuðum hann inni í góða veðrinu. Svaka fínt allt saman :) Við Jói skelltum okkur svo í bíó eftir kvöldmat og sáum Englana hans Kalla. Flott mynd með flottum hasaratriðum, flottum lögum, flottum líkömum, flottum bröndurum en eiginlega engum söguþræði. Flott mynd til að koma sér í gott skap og hörkustuð! Eftir bíóið kíktum við á Austurvöll til að skoða sýninguna á ljósmyndum Yann Arthus-Bertrand. Mér var reyndar svo kalt og myndirnar margar svo við ákváðum að koma aftur síðar og skoða þetta almennilega :) Hmm...veit ekki hvort ég næ einhvern tímann að skoða þessa sýningu almennilega, þetta var sko ekki fyrsta tilraun...
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
2 hafa lagt orð í belg
Óhamingjusamt já
Sem fyrrverandi starfsmaður Rúmfatalagersins þá skil ég óhamingju þessa afgreiðslufólks vel. Maður er lítið annað en gólftuska í augum yfirmanna þarna.
Þetta lagði Óli Gneisti í belginn
Rúmfatalagerinn
Mikið er þetta rétt hjá þér með starfsfólk Rúmfatalagersins.
Þetta lagði Binni í belginn