15. ágúst 2003  #
Söngvasafnið komið

Eyddi deginum í leti, enda slöpp og sljó. Sem betur fer samt ekki með hita svo ég vona að ég nái þessum lasleika úr mér fyrir mánudaginn. Það er alla vega eins gott!

Fyrir utan að horfa á Litlu prinsessuna sem ég tók á video í gær, er ég búin að dunda mér í tölvunni að vinna í söngvasafninu mínu sem er nú komið á netið. Það er auðvitað langt frá því að vera tilbúið og verður það líkast til aldrei en ég ætla samt að skella því fyrir augu almennings strax með þeirri von að fá kannski athugasemdir sem hjálpa mér að gera safnið sem allra best.

Mér var að berast til eyrna að ónefndur skóli í Kópavogi hefði í vetur látið nemendur sína taka skriflegt próf í dansi. Þar áttu nemendur að lýsa dönsum með orðum, t.d. tvö skref til hægri, snúa til vinstri o.s.frv. Ég held ég hafi aldrei nokkurn tímann heyrt neitt jafn fáránlegt! Þetta slær m.a.s. út fáránlega tölvuprófið í MR sem við vorum látin taka skriflega á pappírsblaði án þess að hafa svo mikið sem eina tölvu í sjónmáli. Já, það er óneitanlega margt skrýtið í kýrhausnum!


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
16. ágúst 2003 17:32:41
Flott söngvasafn.

man eftir einni síðu hjá leikskóla minnir að það hafi verið á Hvammstanga sem var með svona söngvasafn, jólasöngvar.
Þetta lagði Salvör í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum