|
15. september 2003 # Fínn dagur Átti ágætis dag í skólanum og fór síðan og spriklaði í Kennóleikfiminni. Sólin skein í allan dag og DVD-/myndbandstækið okkar er komið úr Íslandsreisunni sinni heilt á húfi (eins og ég bloggaði um fyrr í dag) svo að ég er bara nokkuð sátt. Í kvöld fór ég í afmæliskaffi til Lofts og hitti fullt af góðu fólki og fékk góðar veitingar :) Radíónaust fær stóóóóran plús :) Já, Radíónaust á Akureyri fær mjög stóran plús í kladdann. DVD-spilarinn okkar hefur verið bilaður síðan í um síðustu páska. Við keyptum hann í Euronics sem farið er á hausinn og við vissum því ekki hvert við áttum að snúa okkur með gripinn til að fá gert við hann. Radíónaust á Akureyri hafði líklega flutt tækin inn fyrir Euronics en við vildum ekki borga flutningskostnað undir spilarann þangað án þess að geta verið viss um að þeir myndu taka ábyrgðina á sig. Mamma og Haukur fóru svo norður fyrir u.þ.b. tveimur vikum og kipptu tækinu með sér. Í dag kom tækið tilbaka í okkar hendur í fínasta ásigkomulagi og virkar svona líka glimrandi vel eftir góða meðferð Radíónaustsmanna. Og þetta kostaði okkur ekki krónu því þeir tóku þetta bara á sig. Þetta er sko frábær þjónusta! Takk takk takk, Radíónaust :) Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!