|
16. október 2003 # Tímaskekkja, ADSL og sjálfboðavinna Mikið rosalega var erfitt að vakna í morgun enda kolniðamyrkur! Ég var sannfærð um það þegar ég pírði augun á gargandi vekjaraklukkuna að hún hlyti að hafa flýtt sér um a.m.k. 3 klukkutíma. Reyndar átti ég erfitt með að útskýra hvernig vekjaraklukkan á náttborðinu hans Jóa og úrið mitt hefðu náð að flýta sér nákvæmlega jafnmikið svo ég neyddist til að trúa því að það væri virkilega kominn morgunn og ég þyrfti að skríða fram úr :( Við Jói kíktum í kvöld til Helgu og Jónasar til að græja ADSLið þeirra. Þ.e.a.s. Jói fór til að græja ADSLið og ég fór til að kjafta ;) Gaman að hitta Helgu, alltof langt síðan við höfum getað spjallað almennilega saman. Eftir að ég kom heim tók ég til við sjálfboðavinnuna. Skrifaði forskrift inn í skriftarbækur nemenda minna og skipulagði tímasetningar á foreldraviðtölunum í næstu viku. Alltaf fjör hjá kennslukonunni ;)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
alltaf í vinnunni!
Blessuð Sigurrós, ég kannast við þetta með að vera alltaf að. Var í gærkveldi/nótt að skrá niðurstöður úr Tove Krogh prófinu sem börnin tóku með mér og sálfræðingnum á miðvikudaginn svo ég geti sagt foreldrum allt um það í næstu viku ... er það einkenni okkar yngri barna kennaranna að vera alltaf að undirbúa fram á rauðanótt? vinkona mín segir að ég geri þetta líklega OF VEL en er maður ekki hálf búinn að ættleiða þessi börn og alltaf með þau á heilanum? annars gengur vel ...
Góða helgi,
Þetta lagði Steinunn í belginn