|
16. nóvember 2003 # Afmæli Helga Sigrún varð 25 ára í gær og systir hennar bauð fullt af fólki í surprise-afmæli. Einhvern veginn tókst mér að smíða hálfgerðan "real-life-Friendsþátt" í kringum afmælið.....ehemmm.....er nefnilega stundum jafngáfuleg og Ross, en það reddaðist allt að lokum ;) Skemmtilegt afmæli og þar sem það var nóg af Vestmanneyingum á svæðinu þá birtust auðvitað gítarar og nokkrir tóku lagið. Svo sá ég nú merkilega sjón í Blómavali. Sá þar konu (viðskiptavin, ekki starfsmann sko!) með lifandi páfagauk á öxlinni. Stóran. Veit ekki hvort ég myndi fíla það að labba um með páfagauk á öxlinni sem myndi svo skíta niður á bakið á mér. Held það myndi lítið heilla mig... Í kvöld fór ég svo í afmæli til Lenu. Stutt að fara, en fór samt á bílnum ;) Við mættum öll nema Elva og Jóhanna sem eru löglega afsakaðar í margra margra kílómetra fjarlægð. Við ræddum það hvað við erum að verða gamlar. Við erum nefnilega farnar að ræða uppskriftir, spyrjum hvert annað frétta af fólki í þjóðfélaginu sem við þekkjum ekki og erum að spá í ævisögur. Þetta virtist valda miklum áhyggjum hjá nokkrum í hópnum ;) hehe
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!