17. maí 2003  #
Burt með ljóta kvefið! :(
Jæja, svo virðist sem sú aðferð að slappa af án þess að hreyfa legg né lið, drekka heitt mangóte og lesa í góðri bók sé ekki vænleg til árangurs í kvefbaráttunni. Ég er jafnkvefuð og áður, enn þreyttari og komin með meiri hita. Er þar af leiðandi ekki á leiðinni á rauðvínsvideokvöldið og er hundfúl :( Ég tilkynnti Jóa að ég væri búin að hlakka til að fá kínamat á videokvöldinu og myndi verða obboslega sár ef við þyrftum að borða einhvern leiðinlegan mat í kvöld. Indó Kína fær því heiðurinn af því að senda okkur á eftir tilboð fyrir tvo með steiktum Hong Kong eggjanúðlum, svínakjöti í ostrusósu Chop Suey og djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu. Og ef mér líður ekki aðeins skár af því þá held ég bara að ég gefist upp og viðurkenni fyrir sjálfri mér að þetta verði bara hreint ekkert skemmtileg helgi :s

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Ekki var ég neitt skárri af kvefinu í gær og fór í gegnum heilt fjall af snýtipappír. Var fegin því að vera geymd niðri í skjalageymslukjallara mestallan daginn þar sem það forðaði mér frá því að hnerra yfir vesalings sjúklingana. Svo mældi ég mig í gærkvöld og fann það út að ég var komin með hita. Ekki mikinn en nóg til að það útskýrði af hverju ég er svona hræðilega slöpp. Háttaði mig því upp í rúm um tíuleytið í gær, gleymdi að blogga og las smá í bókinni sem ég keypti í fríhöfninni.

Nú er ég nýskriðin fram úr rúminu en 12 klukkustunda svefninn virðist þó ekki hafa dugað til að hressa mig við, líður enn eins og gallaðri marglyttu í dag. Ætla að reyna mitt besta til að láta mér batna því mig langar svo á rauðvínsvideokvöldið hjá Assa í kvöld, hef aldrei séð Singin´ in the rain og man ekki nógu vel eftir When Harry met Sally sem ég hef aðeins séð einu sinni, fyrir utan það hvað mig dreplangar í kínamat.  


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum