17. september 2003  #
Toppurinn á tilverunni

Ég held að það hljóti að vera toppurinn á tilverunni þegar nemandi segir manni í lok skóladagsins að það sé svo gaman í skólanum að hann langi bara að vera þar áfram og vilji ekki fara heim :)

Það fer sko ekkert á milli mála að ég er búin að vinna mér inn fyrir letikvöldi fyrir framan imbann með ritzkex, camembert og rifsberjasultu. Við föndruðum eins og herforingjar í skólanum á seinni Öskjuhlíðardeginum, hlupum frá okkur vit og rænu í skólahlaupinu og að lokum púlaði ég í Kennóleikfiminni þangað til ég var alveg gjörsamlega búin. Nú bíð ég bara spennt eftir að Jói kalli á mig í kvöldmatinn :p


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
17. september 2003 19:48:50
Nammi namm
Mikið vildi ég vera komin til þín í Ritzkexið, Camembertostinn og rifsberjasultuna. Þetta er sko toppurinn á tilverunni. Ég bara reyni að halda aftur af mér að fara út í búð og kaupa mér svona til að hafa í kvöld.
Þetta lagði mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum