|
18. október 2003 # Í sveitasælunni Fór eftir vinnu yfir í Háteigsskóla að spjalla við ofurkennslukonurnar Jóhönnu Sveinsdóttur og Ragnheiði Hermannsdóttur og fá lánaðar hjá þeim bækur. Alltaf eitthvað frábært starf í gangi hjá þeim. Eftir kvöldmat brunaði ég af stað út úr bænum og austur fyrir fjall. Kom á Selfoss í kringum hálfátta. Við mæðgarnar sátum svo þrjár og horfðum á Den eneste ene, sem þær voru að sjá í fyrsta skipti og ég í annað. Yndisleg mynd :) Í dag fórum við mamma á Hellu, ég heimsótti Steinunni sem er alsæl í sveitasælunni og mamma leit við hjá Steina frænda. Við stoppuðum reyndar ekki lengi enda beið sjúklingurinn með staurfótinn eftir okkur. Á dagskránni í kvöld er svo að borða eitthvað óhollt, horfa á grimmar skepnur í Ríkissjónvarpinu og hafa það kósí :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
2 hafa lagt orð í belg
Hinn sjúklingurinn
Til að fyrirbyggja misskilning þá er ég ekki sjúklingurinn sem um er rætt. Ég er annar sjúklingur (þessa dagana) :)
Þetta lagði Jói í belginn
Sjúklingar
Já, þú ert sjúklingurinn sem skilinn var eftir aleinn í Reykjavík :(
Þetta lagði Sigurrós í belginn