18. nóvember 2003  #
Þegar aðalatvinnutækið bregst

Aðalatvinnutækið mitt var farið að láta verulega á sjá í gærmorgun og nemendur mínir höfðu orð á því strax í byrjun skóladagsins. Í nótt var það orðið alvarlega bilað og í morgun var orðið ljóst að ég kæmist ekki í vinnuna í dag. Ég minnist þess ekki að hafa orðið svona hræðilega hás síðan ég var 10 ára og vaknaði algjörlega raddlaus að morgni dagsins sem ég átti að syngja með kórnum mínum. Á þeim tíma var hægt að leysa málin með því að mæta og "mæma" en einhvern veginn efast ég um að það dugi í yngri barna kennslunni. Ef það heyrist ekki í mér þá einfaldlega er ég gagnslaus í kennslustofunni innan um 19 sex ára börn! Og það er ekki bara röddin, ég er þrælkvefuð að öllu leyti og frekar mikið slöpp eftir að hafa vakað að mestu leyti í alla nótt.

Læknirinn í heilsugæslustöðinni hérna í Hlíðunum sagði mér að þegja. Þ.e.a.s. að það væri betra fyrir hálsinn sem er helst til rauður. Það er auðvitað þrælerfitt fyrir málglatt fólk eins og mig...en sem betur fer er netið í lagi svo ég get tjáð mig að vild á MSN ;) Læknirinn sagði líka að svona hæsi tæki stundum 4-5 daga. Spurning hvort ég get fengið raddtúlk með mér í kennsluna það sem eftir er vikunnar. Verst að vera ekki komin með meiri færni í táknmálinu...

Næst þegar ég fer á heilsugæsluna ætla ég að panta tíma. Þegar Jói fór þangað í október þá þurfti hann ekkert að panta tíma en þurfti reyndar að bíða í klukkutíma. Ég lenti hins vegar í því núna meðan ég beið minn rúma klukkutíma og korter að inn um dyrnar kom stöðugur straumur af fólki sem virtist eiga pantaðan tíma og allir fóru inn á undan mér. Það var svo sem í lagi þar sem ég var með chicklit-bók með mér sem lofar góðu en það er vissulega þægilegra að sitja heima og lesa hana heldur en á læknabiðstofu...

Nú er bara að bíða og sjá hvort atvinnutækið mitt verður komið í lag þegar ég vakna í fyrramálið.


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
19. nóvember 2003 14:10:44
Góðan bata!
Og farðu vel með þig!!!
Þetta lagði Anna S. Hjaltadóttir í belginn
19. nóvember 2003 18:20:25
Farðu að ráðum læknanna og sparaðu röddina!!!!
Þetta lagði Sigrún í belginn
19. nóvember 2003 19:48:56
Jááá...það er bara verst hvað ég á almennt erfitt með að þegja... ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum