|
19. október 2003 # Úr einu í annað Vaknaði við skonsuilm í morgun. Mamma var sum sé vöknuð á undan mér (surprise surprise!) og komin frísk og spræk fram í eldhús að baka skonsur. Mmmm, það er svo ljúft að koma öðru hvoru á Hótel Mömmu. Mér sýnist Helga Sigrún hafa verið jafnheppin um helgina :) Við Jói erum ekki lengur í einangrun hérna í risinu okkar, við erum loksins komin með nýja nágranna á hæðina fyrir neðan okkur eftir margra mánaða framkvæmdir. Enginn búið á hæðinni síðan Auðbjörg og Guðmundur fluttu út síðastliðinn desember. Unnsteinn reynist vera ansi duglegur bloggari og er einnig búinn að setja inn fullt af myndum. Var ég annars búin að segja ykkur að frændi minn fékk forsetamerkið á Bessastöðum? Jahá, það eru ekki allir sem eiga svona frænda! Ég passaði hann sko þegar hann var lítill ;) hehe Linda og Daníel Gauti fá kærar þakkir fyrir vináttutextann til að setja í Söngvasafnið. Ég hlakka til að sjá nóturnar og læra lagið við :) Ég fékk smá skriftarsting í magann í dag. Hlustaði á "skemmtilega" orðað samtal og langaði skyndilega bara að komast heim í tölvu og byrja almennilega á skáldsögunni minni. Hef ekkert hugað að henni síðan í sumar þar sem skólinn hefur átt hug minn allan. Ég ætla að fara að setja mig inn í hana aftur þegar ég get farið að einbeita mér að henni, en býst varla við að það verði fyrr en í vor... Mmmm, mikið rosalega ætla ég að njóta þess næsta sumarað sitja með fartölvuna úti í góða veðrinu, í fyrsta sumarfríinu mínu í langan tíma, og skrifa, skrifa, skrifa og skrifa!!! :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Að hugsa sér :)
Rosa hlakka ég til að fá að sjá nýju skáldsöguna þína:) í vor, Hehe pældu í því að þú getur sagst fá borgað fyrir að vera út í góða veðrinu í sumar að skrifa!! :)
Þetta lagði Unnsteinn í belginn