19. mars 2003  #
L´amour en France

Ég átti ósköp ljúft soirée d´amour fyrir framan sjónvarpið í kvöldið. Horfði á French Kiss sem Helga Sigrún lánaði mér. Myndin kom mér virkilega á óvart, vissi eiginlega ekki hvernig hún væri en komst að því í kvöld að hún er stórfín. Yndisleg mynd :) Gaman að sjá bandaríska mynd sem gerist í Frakklandi og Frakkarnir virkilega látnir tala frönsku, alltof oft í svona bandarískum myndum að allar þjóðir virðast tala ensku sín á milli dags daglega, hvort sem það eru indjánar frá því í gamla daga eða nútíma Rússar. Auk fínna aðalleikara er Jean Reno líka með hlutverk í myndinni og hann er nú alltaf góður. Svo var nú ósköp ljúft að ímynda sér í smá stund að maður væri á ný staddur í Frakklandi að borða "hádegisverð" (milli kl. 13 og 17) úti í náttúrunni með franskri fjölskyldu. Ég þakka Helgu kærlega fyrir frábæra skemmtun :)

Dagurinn í dag var alveg ágætur. Sömdum tónverk fyrir hádegi, leikþætti eftir hádegi. Ekki slæmt :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum