|
2. desember 2003 # Nokkuð af blaðri Táknmálsnámskeiðinu lauk í dag. Við lokkuðum kennarann okkar með okkur niður á bókasafnið þar sem við höfðum sett upp hlaðborð með smákökum, vínarbrauði, kakó og kaffi. Fyrst unnum við verkefni; æfðum fingrastafrófið og þóttumst vera að leira. Það verður gott að fá þriðjudaga og fimmtudaga lausa til að geta notað í undirbúning kennslunnar en á hinn bóginn er slæmt að missa þennan vettvang til að æfa táknmálið. Ég þarf að vera duglegri að reyna að tjá mig við Eyrúnu, Ragnheiði Söru og hinar á táknmáli..... Fór í leiðangur í dag að kaupa hráefni í jólaföndrið hjá 1. SJO og 1. HO. Fékk frábæra þjónustu í Rúmfatalagernum í Holtagörðum. Hann Friðrik Örn gaf sér góðan tíma til að aðstoða mig við vöruleitina, hringdi fyrir mig nokkur símtöl yfir í Rúmfatalagerinn í Skeifunni og var bara virkilega almennilegur í alla staði :) Og það mitt í jólaamstrinu. Frábært! Við Jói tókum svo skyndiákvörðun um að skella okkur í tíubíó á Finding Nemo. Einu orði sagt stórkostleg mynd. Persónurnar sniðugar og flott gerðar, litirnir magnaðir og ég hló svo mikið að ég er enn að þurrka tárin. Mæli með henni og set hana beint á DVD-óskalistann minn þegar hún kemur út hérna.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
5 hafa lagt orð í belg
Jólahús!
Það er líka svona jólahús í Árbænum skilst mér!!! Verð að drífa mig á þessa mynd með strákana (alla þrjá)!!! Kveðja, Anna
Þetta lagði Anna S. Hjaltadóttir í belginn
Var einhver stuttmynd sýnd á undan Finding Nemo, eitthvað svona svipað og For The Birds, sem var sýnd á undan Monsters Inc.?
Varðandi jólahúsið, þá keyrði ég líka Bústaðaveginn um daginn bara til þess eins að sjá ljósabrjálæðinginn en varð fyrir miklum vonbrigðum. Við Óli komumst að þeirri niðurstöðu að hann hefði sennilega þurft að selja húsið til að geta greitt rafmagnsreikninga síðustu ára.
Þetta lagði Sunna í belginn
Jólakveðja...
Ákvað að senda þér smá jólakveðju frá DK...ég er í "jólalestrinum" og verð búin í prófunum eftir viku...þá verður sko tekið á því í bakstri, þrifum og bara "hygge sig" með fjölsk. Það er einmitt á stefnunni að fara með prinsinn á Nemo þegar við erum öll komin í jólafrí!! kv. Lóa
Þetta lagði loar@simnet.is í belginn
Stuttmyndin
Jú, það var einmitt stuttmynd á undan, Knick Knack um óheppinn snjókarl.
Þetta lagði Sigurrós í belginn
Jólahúsið
Þetta er nú kannski doldið seint hjá mér að benda þér á þetta núna en kallinn á BúSStaðaveginum er og var búin að skreyta (allavega e-ð smá) en hann er bara oft með slökkt á e-u seint á kvöldin,,,, Jæja halda áfram að læra fyrir prófin, oh hvað ég öfunda ykkur útskrifaða lið..... Theó
Þetta lagði Theó í belginn