2. júlí 2003  #
Löggilt kennslukona

Ekki er ég nú gáfulegur bloggari :þ ... Ég steingleymdi að segja frá því í fyrradag að ég fékk fimmþúsundkróna leyfisbréfið mitt í póstinum. Ég er nú formlega orðin löggiltur kennari og 5000 krónum fátækari ;) Það er ekki einu sinni hægt að hneykslast á peningaplokkinu hjá menntamálaráðuneytinu, ég fékk ekki aðeins leyfisbréfið mitt fyrir peninginn heldur einnig ofboðslega fínt, rautt plastumslag til að geyma leyfisbréfið í þar til ég kem því til Fræðslumiðstöðvar.

Nú er samt nóg komið af formlegheitum, útskriftum og leyfisbréfum!
Nú vil ég bara fara að byrja að kenna!

Ég held að við Karlotta séum jafnspenntar að bíða eftir að sumrinu ljúki, enda erum við báðar að fara í 6 ára bekk ;)


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
2. júlí 2003 21:39:25
Til hamingju:)
Til hamingju með að vera orðin löggiltur kennari!:) Kveðja, Lena
Þetta lagði Lena í belginn
3. júlí 2003 20:59:22
Til hamingju.
Til hamingju með löggildinguna á kennaraprófinu þínu Sigurrós mín. Ég bara vissi ekki fyrr en núna að þú værir komin með pappírana.Við Edda vorum að tala um það í dag að við eigum samtals fimm dætur og þar af eru þrjár kennaramenntaðar og tvær fóstrur. Dóttir Ernu er hinsvegar Pedagog, er það ekki einhver uppeldismenntum?
Þetta lagði mamma í belginn
3. júlí 2003 21:25:10
Eins og barn í dótabúð!
Til hamningju með leyfisbréfið ég þarf að fara að drífa í mínu auðvitað! En ég ætlaði að leggja þau orð í belginn að ég er eins og þið Karlotta, frænka þín ÉG GET EKKI BEÐIÐ eftir að byrja í 6 ára bekk :o)
Kossar og knús ...
Þetta lagði Steinunn í belginn



Ég krosslegg fingur fyrir þig, Helga mín! Gangi ykkur vel!

 


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
3. júlí 2003 10:18:22
Þúsund þakkir
Þú ert alltaf jafn hugulsöm.......Þetta fer allt að koma í ljós, læt þig vita um leið.

Þetta lagði Helga Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum