20. janúar 2003  #
Púla! Púla! Með glampa í augum, eld í æðum!

Fyrsti fundurinn um skemmtiatriði fyrir árshátíðina. Góð mæting og nokkrar ágætis hugmyndir. Sem betur fer lenti ég ekki í neinni skipulagningsnefnd en ætla að vera dugleg að taka þátt ef einhver segir mér hvað ég eigi að gera. :)

Fyrsti leikfimitíminn í Kennó-leikfiminni í dag. Fljótlega eftir að tíminn byrjaði sá ég að þolið er alveg í lágmarki hjá mér. Ég held að ég hafi verið yngst á staðnum (hvar voru allir kennaranemarnir? eru það bara kennarnir sem mæta? skamm skamm!!) en mér leið samt eins og tómati sem er við það að springa meðan eldri dömurnar virtust varla blása úr nös.
Einnig fékk ég staðfestingu á gömlum grun. Ég er sem sagt gjörsamlega ófær um að samhæfa hreyfingar mínar í eróbikksporum. Þ.e.a.s. þegar ég er að læra ný spor. Ég er alveg sérstaklega glötuð í þessum "upp-með-hné-og-olnbogi-á-móti-hoppum". Ef ég fengi að æfa hvert spor í meira en mínútu, segjum frekar svona 15 mínútur, þá kannski kæmi þetta. En meðan ég fæ aðeins úthlutað mínútu til að læra hvert hopp, þá verð ég víst að sætta mig við að líta út eins og taktlaus gíraffi í ballet.
En þetta lofar samt góðu, eftir nokkra tíma til viðbótar verð ég kannski farin að ná að herma eftir sporunum sem allar hinar framkvæma að því er virðist án þess að þurfa að einbeita sér og þolið eykst vonandi smátt og smátt.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum