|
20. júlí 2003 # Stórfín afmælishelgi Gærkvöldið heppnaðist frábærlega vel. Stefa og Anna komu í grillveislu ásamt sínum piltum þeim Rúnari (hennar Stefu) og Andreas (hennar Önnu). Grillveislan sjálf samanstóð af ljúffengu lambakjöti úr kjötborði Hagkaupa, pylsum, eplum, banönum, fersku salati, bökuðum kartöflubátum og alls kyns sósum. Þessu fylgdi svo hið besta rauðvín. Sætindin komu svo í eftirrétt og snakkið þar á eftir. Ég var við það að springa þegar ég fór í háttinn um kl. tvö. Við stelpurnar náðum svo einhvern veginn að plata strákana til að spila Actionary og gekk það furðu vel þrátt fyrir að einn úr hópnum sé ekki íslenskumælandi. Rúnar var síðan svo elskulegur að stilla gítarinn minn og spilaði nokkur lög fyrir okkur. Ég er enn ekki búin að læra almennilega á hljóðfærið og næ aðeins tveimur gripum og það með miklum herkjum. Í morgun vaknaði ég í þynnri kantinum og komst að því að ráðið hans Hrafnkels (að drekka nóg af vatni fyrir svefninn til að koma í veg fyrir þynnku) er ekki alveg skothelt. Virkaði alla vega ekki í mínu tilfelli. Kannski er það aldurinn, maður er náttúrulega orðinn 24 ára...ekkert unglamb lengur hehe Ég nennti ómögulega að fara strax fram úr til að vaska upp og taka pínu til og gat heldur ekki sofið lengur svo ég stakk í samband sjónvarpinu sem var sett í útlegð inn í svefnherbergi til að skapa pláss í stofunni fyrir grillveisluna. Náði mér í smá snakk, nokkrar Dumleys karamellur og eplasafa, kúrði mig undir sæng og horfði á gamlar upptökur af Brakúla greifa meðan ég kláraði að vakna. Ósköp ljúft! :) Steinunn og sonur heimsóttu mig í kaffitímanum, fengu smá kökubita og tölvuaðstoð. Hún er enn að bíða eftir íbúðinni á Hellu svo það verður líklega ekki hægt að heimsækja hana þar þegar við Jói förum austur um verslunarmannahelgina. Nú um kvöldmatarleyti er höfuðverkurinn frá því í morgun kominn aftur með offorsi svo ég held ég forðist tölvuna í kvöld og klára bloggið mitt bara núna. Nýju nágrannarnir okkar á hæðinni fyrir neðan gera sitt besta til að ala á hausverknum. Alla vega eru framkvæmda- og boróhljóðin þvílík í dag að Steinunn spurði hvort það væri komin tannlæknastofa í húsið... ;) Jæja, kannski ég kíki bara á nokkra Brakúlaþætti til viðbótar og fari svo snemma í háttinn :D
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!