21. janúar 2003  #
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó...en einnig lokanlega glugga!

Yngri barna námskeiðið Samfélagsfræði og listir hóf göngu sína í dag og ég verð að segja að mér líst mjög vel á. Við fáum tækifæri til að vinna með samfélagsfræði og náttúrufræði út frá ýmsum sjónarhornum; munum nota leikræna tjáningu, myndmennt, upplýsingatækni og margt fleira. Þema námskeiðsins er snjórinn og þegar við fáum loks alvöru snjó hér í Reykjavík þá ætla kennararnir með okkur út til að vinna verkefni í snjónum...þ.e.a.s. ef það hittist svo á að við fáum snjó á þriðjudegi :)

Guði sé lof og dýrð fyrir flísteppi. Ég vafði mig inn í bæði flísteppin okkar þegar ég kom heim úr skólanum, þrátt fyrir að vera líka í flíspeysu, og hef ekki skilið þessa kostagripi við mig síðan. Ekki kæmi það mér á óvart að verða lasin eftir að sitja pikkfrosin í heimskulegri kennslustofu frá 8:30 til 14:40 og finna grýlukerti myndast á nefinu. Hún er nefnilega svo skemmtilega hönnuð, "glæsilega" nýbyggingin okkar í Kennó. Í henni er allt svo sjálfvirkt að fólkið sem neyðist til að hírast þar innandyra þarf ekki einu sinni að ómaka sig við að opna eða loka gluggum. Þeir gera það nefnilega sjálfkrafa rétt eins og ljósin sem kveiknar alltaf á aftur þegar slökkt er á þeim. Við sátum því hríðskjálfandi í u.þ.b. fimm tíma í dag og störðum á opna glugga sem við gátum ekki lokað lengur en í örfáar mínútur í senn. Heilmikið vit í því! Mér þætti gaman að sjá hina miklu hugvitsmenn okkar kæru stofnunnar sætta sig við að frjósa úr kulda sökum þess að geta ekki lokað gluggum í 12 stiga frosti í miðjum janúarmánuði.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum