|
21. maí 2003 # Gítarleikur og slúðurkvöld Skutlaði Jóa í vinnuna í morgun, fyrsti dagurinn hans í Bílanaust í dag og líkaði bara vel skilst mér :) Ég gleymdi að segja frá því í gær að mér áskotnaðist þessi líka fíni gítar. Á húsfundinum í síðustu viku voru tónlistarmenn á ýmsum hæðum hússins að velta fyrir sér hvort það heyrðist mikið í hljóðfærunum milli hæða (þrjú píanó, trompet, munnharpa og gítar í húsinu svo eitthvað sé nefnt). Eitthvað var minnst á gítara svo ég nefndi að ég hefði reynt að læra á gítar og langaði mikið til að kunna vinnukonugripin og geta spilað. Í gær þegar við Jói komum heim kom Ágústa út í dyr með stóran bláan poka og ég velti því fyrir mér hvort hún ætlaði að biðja okkur um að tjalda fyrir sig úti í garði. En pokinn innihélt ekki tjald heldur strengjalausan gítar sem Ágústa sagði að væri að rykfalla hjá sér. Hún vildi endilega gefa mér hann svo ég gæti spilað og sungið með framtíðarnemendum mínum. Ég er að sjálfsögðu himinlifandi og ætla að drífa í því að setja nýja strengi og kaupa mér svona gítarnögl. Svo er bara að grafa upp gömlu kennslubókina og reyna að ná helstu gripunum. Ef þetta gengur ekki svona á eigin spýtur þá er ég nú með einn gítarleikara í huga til að kvabba á til að kenna mér... Elísabet kom í heimsókn til mín í kvöld og í samráði við hana hringdi ég í Magga megabílstjóra og bauð sjálfri mér í partý næsta föstudag. Maður lætur nú ekki skilja sig útundan enda á ég nú heilmikið inni hjá Magga og co ;) hehe Já, við Elísabet ræddum heilmikið saman og horfðum á Maid in Manhattan. Fínt kvöld og gaman að hittast :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!