23. nóvember 2003  #
Þegar piparkökur bakast :)

Byrjaði gærdaginn á að hjálpa tengdamömmu að flytja. Flutningarnir gengu vel fyrir sig, við vorum klukkutíma að fylla risastóra sendibílinn og hálftíma að tæma hann á áfangastað. Glæsileg frammistaða, en það munar líka um að þarna voru margar hendur að verki. Það verður munur að heimsækja þau nú þegar þau eru flutt úr sveitinni ;)

Að flutningum loknum brunaði ég lengra upp í sveit og kom rétt tímanlega í piparkökubaksturinn í Sóltúninu. Við gerðum heil ósköp af piparkökum svo ég ætti að vera komin með nóg til að skreyta næsta laugardag :)

Okkur mömmu leist ekkert sérstaklega vel á bíómynd kvöldsins á RÚV svo við fórum að ná okkur í videomynd. Ég held við höfum verið erfiðustu kúnnar kvöldsins og vorum heila eilífð að velja mynd. Fundum þó eina að lokum sem reyndist bara þó nokkuð góð.


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
24. nóvember 2003 15:30:08
og hvaða mynd tókuð þið svo? á að skilja mann eftir bara í lausu lofti hérna? :o)
Þetta lagði steinunn í belginn
24. nóvember 2003 18:20:01
Sauður get ég verið! Gleymdi ég að tengja á myndina?!? Er búin að bæta úr því núna hérna fyrir ofan :)
Myndin heitir sem sagt Double Jeopardy og er bara þrælfín spennumynd.
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum