|
23. apríl 2003 # Sumarstarf og lakkrís Fínn dagur í dag :) Er komin með sumarvinnu í móttöku á St. Jósefspítala. Byrja þar 5. maí og hlakka mikið til. Við Jói héldum upp á þetta með því að skella okkur á Kentucky Fried Chicken. Langt síðan ég hef komið þangað. Ég fór í Drift (sem framleiðir Appolo-lakkrís) með grjótharðar lakkrísreimar sem við Jói ætluðum að gæða okkur á um páskana en hættum við þar sem við vildum ekki brjóta í okkur tennurnar. Eftir að hafa skoðað mynstrið á pakkanum (þar er sko enga dagsetningu að finna) komst lakkrísverkstjórinn að því að pakkinn væri frá því í fyrra og því ekki skrýtið að reimarnar væru harðar. Hann gaf mér 5 nýja pakka í staðinn svo ég fór sátt út. En ég mun koma aftur - til að kaupa lakkrísafklippur á aðeins 300 kr. kílóið! Alveg frábært verð á frábæru nammi. Og það er vel þess virði að fara og versla við gömlu lakkrískonuna í gegnum pínulitlu lúguna. Þetta minnti mig á þegar við mamma keyptum fermingarkertið mitt af nunnunum í Karmenklaustrinu.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!