|
23. júní 2003 # Göngutúr í kirkjugarðinn, heimasíður og teikniæfingar Við Sigrún skelltum okkur í göngutúr í kirkjugarðinn í Grafarvogi í kringum hádegi í dag. Alltaf svo róandi að koma í kirkjugarðinn. Við skoðuðum leiði feðra okkar og önnur falleg leiði í garðinum. Ég hef lítið gengið um í garðinum, maður fer oftast bara beint að leiði pabba og svo heim. Steinunn heimsótti mig svo um þrjúleytið til að kíkja á lúkk fyrir heimasíðuna sem hún er að fá sér. Það styttist í að hún geti farið að blogga. Helga, aftur á móti er þegar byrjuð að blogga á betra.is Teikniæfingarnar héldu áfram meðan ég horfði á bandarísku lögguþættina á Skjá 1. Ég reyndi að teikna aftur stelpuna frá því í gær nema með önnur svipbrigði. Myndirnar urðu nokkuð líkar en ekki nóg. En það kemur vonandi með æfingunni. Þetta er nefnilega nokkuð sem ég þarf að þjálfa, að geta teiknað sömu persónuna aftur og aftur. Þ.e.a.s. ef ég ætla einhvern tímann að geta myndskreytt sögur eins og ég vonast til. Dússý frænka farin Dússý systir mömmu er nú látin, tæplega 72 ára gömul. Þegar ég var lítil seldu hún og Maggi, maðurinn hennar heitinn, húsið sitt til að kaupa skútuna Dóru og fóru á henni í 7 ára siglingu umhverfis heiminn. Þau komu öðru hvoru við á Íslandi og alltaf með einstaka og furðulega kuðunga og skeljar í kuðunga og skeljasafnið mitt. Einu sinni gáfu þau mér ofinn kínahatt sem ég geymi alltaf á góðum stað svo skemmist ekki. Þau lentu í ýmsum ævintýrum en nú bíða þeirra líklega önnur ævintýri og öðruvísi. Magga kvöddum við árið 2001 og nú kveðjum við hana Dússý.
Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
Enginn hefur lagt orð í belg!