24. desember 2003  #
Aðfangadagur

Aðfangadagur runninn upp :)

Stuttu fyrir kl. 10 hélt ég af stað í kirkjugarðaleiðangurinn. Ég byrjaði í Fossvogskirkjugarðinum. Sem betur fer kom ég úr réttri átt og lenti ekki í ógnvænlega löngu biðröðinni sem myndast hafði á Bústaðaveginum líkt og á hverju ári. Það var yndislegt að labba í myrkrinu í gegnum garðinn og sjá öll fallegu ljósin á leiðunum og allt dúðaða fólkið sem var á rölti með grenigreinar og kertaljós. Við leiði afa og ömmu var allt í góðu, reyndar hafði slokknað á tveimur friðarljósum sem einhver hafði komið með en ég gat kippt því í lag. 
Gufuneskirkjugarðurinn var næstur. Lokið á luktinni hans pabba hafði dottið af en sem betur fer ekki langt. Vona að ég hafi náð að festa það í þetta skiptið.
Mér finnst gott að sjá hvað það virðist vera stór hluti fólks sem telur kirkjugarðsferðirnar hluta af jólahaldinu og gerir sér ferð í garðana til að heiðra minningu ástvina sinna sem horfnir eru.

Nú er ekkert fleira sem ég á eftir að koma í verk. Við eigum reyndar eftir að keyra út tvo jólapakka en gerum það bara þegar líða fer á daginn. Nú ætla ég hins vegar að kveikja á gamla góða Ríkissjónvarpinu og gá hvort þeir eru ekki enn að sýna sömu jólateiknimyndirnar og þegar ég var lítil ;) Heilmikið afslappelsi og huggulegheit framundan :)

Gleðileg jól! :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
25. desember 2003 22:57:51
Gleðileg jól tú jú tú
Gleðileg jól sömuleiðis mín kæra,
hér er allt á kafi í snjó bara!
virkilega alvöru jólasnjópóstkortasnjór hér í dag!
Vonum að þið hafið það eins yndislega gott og við, nóg að borða, nóg að lesa ... ummm,
saknaðarkveðjur, Steinunn og Anton Ingi og nú hvolpurinn Fjarki!
Þetta lagði Steinunn í belginn
26. desember 2003 15:57:11
God jul ;)
Jólakveðja til þín og þinna nánustu Sigurrós! Ég vona að þið hafið það gott yfir jólin ;) Við höfum það rosalega gott hérna úti en erum á leiðinni til Íslands á mánudaginn. Kannski það verði saumó í janúar (fyrir 16!). Bestu kveðjur héðan, Lóa og fjölskylda ;)
Þetta lagði Lóa í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum