26. október 2003  #
Samkvæmi og afkvæmi

Mikið er mér illa við lyklaborðið sem ég er með núna. Jói tengdi fartölvuna mína við skjá og fann fyrir mig lyklaborð til að nota. Þetta elskulega lyklaborð er með Back- og Forward-takka til að "browsa" með við hliðina á örvatökkunum. Þegar ég er að blogga á ég það svo til að rekast í fj... takkana, internet explorer bakkar og færslan mín er týnd og tröllum gefin :( buhuhu Það gerðist t.d. í dag þegar ég var að blogga um útskriftarpartýið þeirra Báru og Lenu sem var í gær. Fínt partý og fínt fólk. Virkilega gaman :) Þangað mættu m.a.s. þrjár C-bekkjargellur, m.a. Eibie og Sunna. Ég skrifaði fullt meira í dag, m.a. um hvað salurinn í Galileó er fínn en þegar lyklaborðið lætur mig týna löngum færslum verð ég bara fúl og pirruð og nenni ekki að blogga allt aftur :( Svo þetta verður bara stutt.

Í kvöld fórum við Jói með kjúkling og meðlæti heim til Arnar og Regínu og elduðum fyrir þau núðluréttinn okkar. Jói setti upp albúm fyrir litla snúrann þeirra og við höfðum það kósí. Alltaf gaman að koma til þeirra :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
1. nóvember 2003 13:48:55
Frábært að sjá kennara með svona skemmtilegan metnað (hef ekki lesið neitt eftir þig áður en var að skoða vefinn þinn) Þetta starf er svo dásamlega skemmtilegt og svoooooo gaman að hafa metnað og kraft í að gera þetta vel.
Ég hef verið að kenna 6 ára í 3 ár en tók 4. bekk í vetur. Hef fullt af hugmyndum um það en er ekki alveg gíruð í það núna, en ég á örugglega eftir að líta til þín og senda þér línu og hugmyndir sem poppa upp í kollinn.

Hey, man núna eina hugmynd sem ég fékk og hefur reynst mér afar vel í 2 ár.
Í lok tímans læt ég ala standa fyrir aftan stólinn og ég stend við dyrnar, ég kalla einn og ein sem er tilbúinn (eða nokkra sem bíða þá í röð) og spyr eina spurningu áður en ég tek í höndina á þeim (og horfi í augun eins og í lífsleikniefninu "gaman saman"). Spurningar geri ég fyrir hverja viku (t.d. 17 ef ég er með 17 nemendur) og eru þær úr námsefni vikunnar á undan t.d. hvort er stærri bíll eða þvottavél? Á hvaða staf byrjar sól? Hvað heitir tröllkarlinn í kátt er í kynjadal? Hvar í umhverfinu getur þú fundið hring?
Bara nokkrar sem ég man núna í morgunsárið (jæja eða þannig). Þetta gerir kveðjustundina mjöög jákvæða og börnin hafa mjög gaman af því að spreyta sig (þetta eru vengjulega ekki mjög erfiðar spuringar) svo er þetta líka mjög góð upprifjun.
But anyway takk fyrir að deila þínu efni með okkur.
IngaSigrún
Þetta lagði IngaSigrun í belginn
20. nóvember 2003 12:07:18
Takk :)
Takk fyrir hugmyndina, ég á örugglega eftir að prófa þetta :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum